Miðvikudagur 2. maí 2001 kl. 22:31
Bíll á grindverk!

Umferðarslys varð á Njarðarbraut í Reykjanesbæ á móts við höfuðstöðvar Víkurfrétta um miðjan dag. Kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á vegriði á umferðareyju. Bíllinn og vegriðið skemmdust mikið en konan slapp ómeidd. Þrír lögreglubílar mættu á vettvang og sjúkrabíll.