Fréttir

Bílstjóri mikið slasaður á gjörgæslu
Mánudagur 10. mars 2003 kl. 09:19

Bílstjóri mikið slasaður á gjörgæslu

Ökumaður bifreiðar sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut nærri Vogum í gærkvöldi er mikið slasaður á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þrettán ára drengur sem var farþegi í bílnum beið bana í slysinu. Pilturinn var farþegi í fólksbílnum en hann var á leið til Keflavíkur. Ökumaður hans, 19 ára karlmaður, slasaðist mikið.Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæsludeild er líðan hans nú eftir atvikum góð.
Ökumaður leigubifreiðarinnar var einn í henni. Hann meiddist ekki alvarlega.