Bílvelta á Garðvegi

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá er hraðast ók var á 121 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þá var einn ökumaður var tekinn fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum og annar var kærður fyrir að hafa tvo neglda hjólbarða undir bifreið sinni.
Lögreglumenn settu tilkynningar á tvær vörubifreiðar sem lagt var í íbúðargötum. Óheimilt er að leggja stórum ökutækjum í íbúðargötum samkvæmt lögreglusamþykkt.