Fimmtudagur 9. september 1999 kl. 13:19
BÍLVELTA Á STAFNESVEGI

Bílvelta varð á Stafnesvegi nærri Hvalsneskirkju á ellefta tímanum í gærkvöldi. Fjögur ungmenni voru í bifreið sem hafnaði á toppnum utan vegar. Tveir sjúkrabílar voru kallaðir til auk lögreglu. Farþegi var lagður inn á sjúkrahús í nótt og sauma þurfti ökumanninn þrjú spor. Bifreiðin er mikið skemmd. VF-tölvumynd: Hilmar Bragi