Laugardagur 28. júlí 2007 kl. 11:10
Bílvelta við Ísólfsskála

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í lausamöl á veginum við Ísólfsskála í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hann fór tvær veltur og hafnaði utan vegar. Hvorki ökumann eða farþega sakaði en þeir voru báðir í bílbeltum.
Fjórir ökumenn voru í gær kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Suðurnesjalögreglu. Sá er hraðast ók mældist á 119 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.