Fréttir

Bjart fyrstu aðventuhelgina
Föstudagur 26. nóvember 2010 kl. 08:22

Bjart fyrstu aðventuhelgina


Norðan- og norðaustanáttir  munu ríkja fram á mánudag með heiðskíru veðri. Fremur kalt verður í veðri. Í dag verður norðaustanátt við Faxaflóann,  3-10 m/s og léttskýjað. Frost 1 til 9 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:


Norðaustan 3-8 m/s og léttskýjað. Frost 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Norðan 5-10 m/s austanlands og él. Norðan 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið norðvestanlands, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Frost 2 til 7 stig við sjóinn, en 7 til 14 stig inn til landsins.

Á sunnudag:

Hægviðri og víða léttskýjað, en skýjað með köflum og stöku él á Austurlandi. Frost 5 til 18 stig, kaldast til landsins.

Á mánudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt, víða léttskýjað og heldur dregur úr frosti, en skýjað og sums staðar slydda eða snjókoma vestantil og hlánar.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með dálítilli súld eða snjómuggu vestantil á landinu, en annars bjart með köflum. Frostlaust við vesturströndina, en annars frost.