Bjart með köflum

Yfirlit: Um 400 km NA af Jan Mayen er 990 mb lægð sem fer NA. Yfir Íslandi er minnkandi lægðardrag, en við Hvarf er 988 mb lægð sem hreyfast í NA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðan 5-10 m/s og styttir upp, en hæg vestlæg átt og úrkomulítið sunnanlands og skýjað með köflum á Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt og rigning sunnan- og vestanlands í kvöld, víða 10-15 kringum miðnætti, en síðar í öðrum landshlutum. Sunnan 8-15, hvassast sunnantil og rigning með köflum á morgun, en léttir smám saman til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 10 stig, mildast suðaustantil í dag, en nyrðra á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Hæg norðlæg átt og bjart með köflum. Suðaustan 10-15 m/s og rigning í kvöld. Hiti 2 til 7 stig.