Fréttir

Bjart með köflum á morgun
Laugardagur 13. september 2003 kl. 22:08

Bjart með köflum á morgun

Í dag kl. 18 var suðlæg átt, víða 8-13 m/s sunnanlands og á Austfjörðum, en annars hægari. Skýjað með köflum og þurrt norðaustantil, en annars skúrir eða rigning. Sums staðar voru slydduél syðst á landinu. Hiti var 9 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Suðlæg átt, 8-13 m/s sunnantil á landinu, en annars hægari. Bjartviðri norðaustantil, rigning á Vestfjörðum, en annars skúrir. Vaxandi norðaustanátt vestanlands í nótt. Norðan og norðvestan 8-13 í fyrramálið, en hægari síðdegis. Léttir smám saman til á sunnan- og vestanverðu landinu, en dálítil rigning eða skúrir norðan- og austanlands. Hiti 10 til 15 stig, en heldur kólnandi norðanlands á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 5-10 m/s og skúrir, en norðaustan og norðan 8-13 bjart með köflum á morgun. Hiti 9 til 15 stig.