Bjartviðri að mestu
Veðurhorfur næsta sólarhringinn
Norðvestan 8-15 m/s austanlands, annars mun hægari vindur. Stöku él norðan- og vestantil, annars bjartviðri að mestu. Hvessir norðanlands með snjókomu í nótt, víða 10-18 m/s. Norðan 5-10 á morgun, en heldur hvassari norðanlands framan af degi. Él norðantil, en bjartviðri syðra. Hiti 2 til 5 stig sunnan- og vestanlands að deginum, annars í kringum frostmark.
Faxaflói
Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en stöku él, einkum með kvöldinu. Norðan 5-10 á morgun og léttskýjað að mestu. Hiti 1 til 5 stig að deginum, annars vægt frost.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:?Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 við suðausturströndina. Slydda eða rigning með köflum austantil á landinu, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 7 stig, en víða næturfrost. ??Á sunnudag:?Suðlæg eða breytileg átt. Smáskúrir eða él S- og V-lands. Annars skýjað með köflum og rigning eða slydda um tíma A-lands. Hiti breytist lítið. ??Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:?Austlæg átt og hlýnandi veður. Úrkomusamt, einkum S- og A-lands.?