Bjartviðri í dag

Hæg breytileg átt eða hafgola og bjartviðri víðast hvar í dag. Vaxandi suðlæg átt og þykknar upp í fyrramálið, víða 8-13 m/s og rigning eða súld síðdegis, en skýjað og þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 10 til 19 stig yfir daginn, hlýjast inn til landsins.