Bjartviðri í dag

Hægviðri eða hafgola í dag, víða bjartviðri sunnan- og vestanlands, en skýjað og lítilsháttar rigning norðaustantil. Hiti 12 til 18 stig að deginum, en heldur svalara á Norður- og Austurlandi. Fremur hæg norðlæg átt eða hafgola á morgun og víða bjartviðri, en hægt vaxandi norðaustanátt og þykknar upp suðaustantil. Hiti 14 til 20 stig inn til landsins, en nokkuð svalara við norður- og austurströndina.