Fréttir

Björguðu pari með 2 ára barn úr sjónum
Einar Magnússon við slysstaðinn á Barðaströnd. Mynd: Bryndís Sævarsdóttir
Föstudagur 19. ágúst 2016 kl. 12:23

Björguðu pari með 2 ára barn úr sjónum

– Berjaferð á Barðaströnd tók óvænta stefnu

Einar Magnússon skipsstjóri og Bryndís Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur úr Reykjanesbæ komu pari og tveggja ára barni til bjargar í flæðarmálinu á Barðaströndinni í gær. Fólkið hafði verið í bíl sem fór í sjóinn og var horfinn á kaf þegar þau Einar og Bryndís komu á staðinn

„Berjaleitin á Barðaströndinni í gær tók óvænta stefnu þegar Einar kom auga á hreyfingu þarna í flæðarmálinu. Skömmu áður hafði bíll keyrt í sjóinn og var horfinn á kaf. Einar náði fólkinu úr sjónum pari og 2 ára barni. Lélegt símasamband og erfiðar aðstæður. Við keyrðum svo með fólkið á móti sjúkrabíl sem kom úr Búðardal. Ótrúleg lukka að þau séu heil á húfi,“ segir Bryndís á fésbókarsíðu sinni nú áðan og bætir við: „Fallegur og góður dagur framundan - stefnum á að tína ber í dag en ekki fólk.“

Ekki náðist símasamband við þau Einar og Bryndísi nú áðan til að heyra nánar af atvikinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024