The Retreat við Bláa Lónið hreppti Hospitality Design-verðlaunin
The Retreat í Bláa Lóninu hreppti aðalverðlaun Hospitality Design tímaritsins í flokki best hönnuðu lúxúshótela heims en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í New York í fyrradag. Þetta er í 15. sinn sem þessi eftirsóttu hönnunarverðlaun eru veitt en yfir eitt þúsund innsend verkefni eða vörur bárust í keppnina en aðeins ríflega hundrað fengu tilnefningu.
Á tæplega 40 ára útgáfsögu Hospitality Design hefur tímaritið skipað sér sess sem eitt virtasta fagtímarit heims. Í umsögn dómnefndar tímaritsins segir að hönnun The Retreat sé „fáguð og skeri sig úr öllu öðru.“
Hrólfur Karl Cela, hjá Basalt arkitektum sem var eitt þeirra fyrirtækja sem kom að hönnun hótelsins, segir ljóst að sérstaða Bláa Lónsins; hraunið, mosinn og vatnið, skipi verkefninu þann sess sem það hefur öðlast, enda er öll áhersla lögð á samhljóm við þetta einstaka umhverfi sem er hvergi annars staðar að finna.
The Retreat
„Þetta er
„Við