Fréttir

Blautt í dag
Fimmtudagur 12. júní 2003 kl. 09:09

Blautt í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, víða 5-10 m/s eða hafgola. Skýjað og rigning eða þokusúld öðru hvoru suðaustan- og austanlands, en annars skýjað með köflum og síðdegisskúrir. Sums staðar þokuloft við norður- og norðausturströndina í nótt. Heldur hægari á morgun, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast vestantil.