Föstudagur 28. desember 2001 kl. 12:20
Blóðugt í Stapanum

Aðfararnótt 27.desember sl. brutust út slagsmál í Samkomuhúsinu Stapanum í Njarðvík. Málsatvik eru ekki ljós en lögreglan í Keflavík segir að fjórir aðilar hafi verið blóðugir eftir slagsmálin og var tveim þeirra ekið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík til aðhlynningar. Meiðsli mannanna voru einhver og jafnvel talið að annar þeirra væri handleggsbrotinn. Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík er með málið til rannsóknar og svo virðist sem mennirnir fjórir séu flestir búnir að kæra hvern annann fyrir líkamsárás.