Föstudagur 22. júlí 2005 kl. 13:24
Bongó-blíða á golflandsmóti!

Það er logn og blíða í Leirunni í dag og allar aðstæður til golfleiks eins og best verður á kosið á Íslandsmótinu í höggleik, sem nú fer fram í 63. sinn og í fimmta sinn á Leirunni. Annar hringur mótsins er spilaður í dag og eftir hann verður keppendum fækkað. 18 holur verða síðan spilaðar á morgun og eins á sunnudag. Myndin var tekin utan við golfskálann þar sem fánar voru blaktandi í hægum andvaranum og þar var fremstur fáni okkar Víkurfréttamanna sem auglýsir vefinn Kylfingur.is