Fréttir

Bónus opnar 5. apríl
Þriðjudagur 4. mars 2003 kl. 10:18

Bónus opnar 5. apríl

Framkvæmdir við húsnæðið að Fitjum í Njarðvík þar sem Hagkaup stóð áður eru nú í fullum gangi. Allar innréttingar hafa verið fjarlægðar og eru iðnaðarmenn þar að störfum. Auðunn Pálsson verkefnisstjóri Bónuss segir að stefnt sé að því að verslunin opni þann 5. apríl: „Framkvæmdir ganga vel og húsið er tekið í gegn bæði að utan og innan. Að öllu óbreyttu opnum við laugardaginn 5. apríl,“ sagði Auðunn í samtali við Víkurfréttir.

VF-ljósmynd: Iðnaðarmenn að störfum að Fitjum í gærdag.