Fréttir

Börn eru líka ferðamenn
Fimmtudagur 7. júlí 2011 kl. 10:44

Börn eru líka ferðamenn

Tveir nýir bæklingar hafa komið út þar sem íslenskum ferðamönnum og auðvitað heimamönnum líka, er bent á áhugaverða staði í bæjarfélaginu og næsta nágrenni, hvað hægt er að gera og hvert er hægt að fara.

Annar bæklingurinn er sérstaklega ætlaður börnum og þar er bent á fjölda skemmtilegra tækifæra sem hægt er að njóta án mikilla fjárútláta, flestir staðirnir eru meira að segja alveg ókeypis fyrir börnin.

Hægt er að nálgast þessa bæklinga á Markaðsstofunni og helstu ferðamennastöðum bæjarins s.s. Víkingaheimum og Duushúsum.