Breyting við innheimtu gatnagerðargjalda

Þá verður álagning miðuð við stærðir samkvæmt skipulagi en ekki teikningum eins og verið hefur, sem þýðir að ekki þarf lengur að bíða eftir teikningum til að hægt sé að ákveða gjöld.
Þrátt fyrir hækkun er gjald á fermetra svipað og á Akureyri en lægra en það gjald sem innheimt er í Reykjavík og á Akranesi. Sem dæmi má nefna að gatnagerðargjald á 177 fermetra einbýli er samkvæmt þessu rétt rúmar 2,7 m.kr. í Reykjanesbæ en ríflega 3,1 m. kr. í Reykjavík.