Mánudagur 5. júní 2000 kl. 08:10
Breytir framburði - segir annan mann hafa tekið þátt í morðinu

Samkvæmt heimildum DV hefur hinn ákærði í Keflavíkurmorðmálinu svokallaða breytt framburði sínum í málinu. Vísir.is greinir frá þessu nú í morgun.Hinn ákærði heitir Rúnar Bjarki Ríkarðsson. Sl. þriðjudagskvöld kallaði Rúnar Bjarki til sín lögreglu en hann situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Heimildarmaður DV segir að á þriðjudaginn hafi hann breytt framburði sínum og segir hann nú að annar maður hafi tekið þátt í ódæðisverkinu með honum. Lögreglan í Keflavík hefur staðfest að hafa yfirheyrt Rúnar á þriðjudagskvöldið en vill ekki gefa neinar frekari upplýsingar.