Brotist inn í fjögur fyrirtæki

Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi farið upp á skyggnið að framanverðu húsinu og spennt upp glugga. Lítið var um skemmdir nema á glugga sem þjófarnir spenntu upp og á hurðum sem þeir spörkuðu upp.
Ef einhver varð var við grunsamlegar mannaferðir við umrætt hús frá miðnætti aðfaranótt föstudags og fram eftir nóttu þá vinsamlegast hafið samband við lögregluna í Keflavík.