Fréttir

Brotist inn í íbúðarhúsnæði
Föstudagur 22. febrúar 2013 kl. 15:50

Brotist inn í íbúðarhúsnæði

Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhúsnæði í Keflavík í nótt. Tilkynningin barst lögreglunni á Suðurnesjum rétt upp úr miðnætti. Gluggi hafði verið spenntur upp og sá eða hinir óprúttnu komist inn með þeim hætti.

Einhverjum fjármunum var stolið, en auk þess höfðu þjófarnir rótað til í húsnæðinu og skrúfað frá kaldavatnskrana undir vaski í eldhúsinu. Töluvert vatn var á gólfi þegar húsráðandi kom heim. Málið er í rannsókn.