Brotist inn í Myllubakkaskóla
Innbrot var framið í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um kl. 23 í gærkvöldi þess efnis að rúða hefði verið brotin í Myllubakkaskóla.
Við athugun kom í ljós að um innbrot væri að ræða og höfðu þjófarnir tölvu og skjá á brott með sér.