Brotist inn í tvö hús í Sandgerði

Rétt eftir miðnætti var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Uppsalaveg í Sandgerði. Þar hafði verið farið inn um glugga og stolið nokkrum vínflöskum. Búið var að róta í skápum og skúffum um allt hús. Ekki er vitað hver eða hverjir foru hér að verki.