Mánudagur 18. ágúst 2003 kl. 09:27
Búið að reisa Guðrúnu við

Í gærkvöldi tókst að rétta fjölveiðiskipið Guðrúnu Gísladóttur við þar sem hún liggur á hafsbotni fyrir utan Ballstad í Norður-Noregi, en frá þessu er greint á fréttavef ruv.is. Unnið hefur verið að björgun skipsins frá því í desember á síðasta ári og hafa björgunarmenn orðið fyrir miklum áföllum. Það er því ljóst að þessi áfangi teljist stór í björgunarleiðangrinum. Vonast er til að á næstu vikum takist á koma skipinu á flot.