Búkolla valt út í sjó

Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til að koma búkollunni á þurrt. Bæði var notast við stóra beltagröfu og einnig aðra búkollu og öfluga keðju. Búkollan sem fór út í sjó fór upp á sjóvarnargarðinn fyrir eigin vélarafli en með aðstoð hinnar búkollunnar og beltagröfunnar. Litlar skemmdir virðast hafa orðið á búkollunni en án efa hefur mönnum verið brugðið þegar þetta stóra tæki valt út í sjó.
Myndin: Frá björgun búkollunnar í hádeginu. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson