Fréttir

Byggðasafnið á Garðskaga opið um páskana
Fimmtudagur 28. mars 2013 kl. 09:10

Byggðasafnið á Garðskaga opið um páskana

Byggðasafnið á Garðskaga verður opið laugardaginn 30. mars og mánudaginn 1. apríl (annan í páskum) kl. 13:00-17:00.

Frá og með 1. apríl verður byggðasafnið opið samkvæmt auglýstum opnunartíma.

Á Byggðasafninu á Garðskaga er margt áhugavert að skoða. Þar er m.a. einstakt vélasafn Guðna Ingimundarsonar en safn hans inniheldur meðal annars fjölmargar bátavélar og eru þær allar gangfærar.

Á Garðskaga er einnig margt að skoða og þar er nokkurs konar umferðarmiðstöð fyrir farfugla. Fyrstu farfuglarnir á þessu vori eru þegar farnir að láta sjá sig.

Þeir sem koma svo á Garðskaga eftir sólsetur geta átt von á því að sjá mikla norðurljósafegurð þegar þannig viðrar.