Samkaup
Samkaup

Fréttir

Byggja við Hópsskóla í Grindavík
Miðvikudagur 21. mars 2018 kl. 14:25

Byggja við Hópsskóla í Grindavík

Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum þann 20.mars sl. að nýta þá fjármuni sem eru nú þegar í fjárhagsáætlun 2018, vegna daggæslu, leikskóla og grunnskóla, að byggja við Hópsskóla sem svo gæti nýst sem úrræði fyrir daggæslu.
Bæjarráð mun ásamt sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra félagsþjónustu og fræðslusviðs vinna málið áfram. Á dögunum var áætlað að
leggja til fjármuni að upphæð 45.000.000 kr til fjárfestinga fyrir leik- og grunnskóla ásamt daggæsluúrræði í Grindavík.