Dælt og dansað?

„Hugmyndin kemur frá höfuðstöðvunum í Reykjavík og er áætlað að þetta verði gert á öllum ÓB stöðvum á landinu,“ sagði Steinar Sigtryggsson, umboðsmaður Olís á Suðurnesjum, í samtali við Víkurfréttir.
„Fólk er almennt ánægt með þetta og tónlistin dregur kannski hugann frá kuldanum þegar viðskiptavinir okkar eru að dæla á bíla sína,“ sagði Steinar en um þessar mundir eru það Bítlarnir sem hljóma á ÓB stöðinni við Fitjabakka. Steinar er mikill Bítlaaðdáandi og sagði við Víkurfréttir að af því tilefni væru Hljómar líklegast næstir á fóninn.
