Dagblað gefið út á golflandsmóti

Um var að ræða litprentaðan fjórblöðung í brotinu A4 sem var dreift í golfskálanum í Leiru alla keppnisdagana. Í blaðinu voru fréttir og viðtöl tengd mótinu, auk mynda og úrslita eftir hvern dag.
Útgáfan mældist vel fyrir og kláraðist upplagið alla daga. Þá var vefurinn Kylfingur.is einnig mjög mikið sóttur en tæplega 7000 manns lásu þar golffréttir í síðustu viku og heimsóknirnar voru rúmlega 17.000.