Dagur ungra ökumanna

Í dag er dagur ungra ökumanna og var áherslan á Forvarnardegi Reykjanesbæjar lögð á umferðar- og öryggismál og er markhópurinn nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja, árgangur 1990.
Nemendum gafst tækifæri á að prófa veltubíllinn, árekstrarsleðann og ölvunargleraugu, svo eitthvað sé nefnt. Nemendur fengu einnig að kynnast tækjunum af eigin raun sem Slökkvilið BS notar til að ná slösuðum út úr klesstum bifreiðum eftir árekstur.
Markmiðið er að virkja þátttöku nemenda og þykir þessi aðferð sem byggir á beinni þátttöku, vel til þess fallin að vekja athygli og fækka slysum og auka þar með öryggi allra í umferðinni.
VF-mynd/ Ellert Grétarsson