Föstudagur 2. desember 2005 kl. 09:50
Dálítil él í dag

Klukkan 6 var fremur hæg austlæg átt víðast hvar, léttskýjað á Suðvesturlandi en snjókoma austanlands og á annesjum norðvestantil. Frost 0 til 12 stig, kaldast á Húsafelli.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 3-8, skýjað með köflum og dálítil él. Norðan 10-15 við ströndina á morgun. Frost 0 til 10 stig.