Miðvikudagur 26. febrúar 2003 kl. 20:16
Draupnir hífður og snúið við

Ljóst er að skemmdir á bátnum eru töluverðar, en unnið var við það í kvöld að rétta bátinn við með aðstoð krana. Kafari setti bönd undir bátinn til að varna því að hann myndi sökkva. Báturinn var síðan hífður upp öðru megin og snúið við. Í kvöld verður unnið við að dæla sjó úr Draupni.
VF-Ljósmynd: Unnið við að hífa bátinn í kvöld.