Fréttir

Einn bauð alltof hátt
Mánudagur 31. mars 2008 kl. 14:43

Einn bauð alltof hátt

Eingöngu eitt tilboð barst eftir útboð í frágang innanhúss í 4. Deild leikskólans Gefnarborgar í Garði.

Tilboðið reyndist 55% hærra en kostnaðaráætlun. Sveitarfélagið Garður fékk Verkfræðistofu Suðurnesja til að yfirfara tilboðið og lagði verkfræðistofan það til að því yrði hafnað.


Lagt er til að bæjarstjóra sé falið að ráða verktaka til verksins samkvæmt verklýsingu og kostnaðaráætlun og var það samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs í Garði.