Sunnudagur 14. júlí 2002 kl. 20:17
Einn í glasi stöðvaður af lögreglu í morgun

Lögreglan í Keflavík stöðvaði einn ökumann í nótt fyrir ölvun við akstur og vaktin sem tók við kl. 07 í morgun ók fram á ökumann sem keyrði helst til undarlega. Viðkomandi var stöðvaður af laganna vörðum og kom þá í ljós að hann var við skál undir stýri.Ökumaður og ökutæki voru færð til stöðvar, þar sem læknir tók góðan skammt af blóði eftir hefbundinn blöðrublástur. Önnur tíðindi voru ekki á vaktinni að sögn Sigurðar Bergmann, varðstjóra.