Laugardagur 12. janúar 2008 kl. 14:27
Einn lá óvígur í götunni

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun brutust út slagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Yello í Keflavík. Þegar lögregla mætti á staðinn lá einn óvígur í götunni og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofunun Suðurnesja til skoðunar hjá lækni.
Að læknisskoðun lokinni fékk hann að fara heim. Fjórir voru handteknir vegna málsins og gista þeir nú fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum. Á einum þeirra fundust ætluð fíkniefni.