Fréttir

Ekið á barn í Garði
Þriðjudagur 15. febrúar 2022 kl. 09:42

Ekið á barn í Garði

Ekið var á barn nærri Gerðaskóla í Garðinum um áttaleytið í morgun. Fréttablaðið hefur eftir upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja að barnið hafi verið flutt slysadeild í Reykjavík en enn er óvíst hversu slasað það er.

Lögreglan á Suðurnesjum segir að búið sé að hafa samband við aðstandendur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var nokkur viðbúnaður á vettvangi, bæði lögreglu og sjúkraliðs.