Þriðjudagur 13. júní 2006 kl. 09:17
Ekið á og stungið af

Lögreglunni í Keflavík var í gærmorgun tilkynnt að ekið hafi verið á bifreið á Fitjabraut í Njarðvík og stungið af. Ekki er vitað hver var þarna að verki en ummerki benda til að bifreiðin ökumannsins sem stakk af hafi verið appelsínugul.