Ekkert flug vegna veðurs

Tvær flugvélar komu hingað til lands frá Bandaríkjunum í nótt en þar sem Keflavíkurflugvöllur var lokaður lenti flugvél sem var að koma frá Boston í Reykjavík en flugvél sem var að koma frá New York lenti á Egilsstöðum um klukkan hálf átta í morgun.
Engar flugvélar eru væntanlegar hingað til lands á næstu klukkutímum, segir í samantekt mbl.is
Mynd: Frá Reykjanesbæ í morgun.