Ekkert verður af álveri í Helguvík
- Móðurfyrirtæki Norðuráls afskrifar álver í Helguvík
Móðurfyrirtæki Norðuráls, Century Aluminum, hefur afskrifað álversuppbyggingu í Helguvík, samkvæmt ársfjórðungstölum fyrirtækisins fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs. Kjarninn greindi fyrst frá.
Gerðardómur kvað í nóvember síðastliðnum upp þann úrskurð að HS Orku bæri ekki að standa við ákvæði raforkusaamnings við Norðurál síðan í apríl 2007 vegna álvers í Helguvík. Sú raforka átti að vera hluti þeirrar orku sem þurfti til álversins. HS Orka hafði í nokkur ár reynt að losna undan samningnum þar sem hann þótti ekki arðsamur fyrir fyrirtækið.