Ekki hægt að útiloka fleiri uppsagnir

Í lok fundarins gaf Róbert starfsmönnum tækifæri á því að spyrja fulltrúa fyrirtækisins spurninga, ef það væri eitthvað sem væri óljóst. Þar var Róbert Trausti m.a. spurður hvort starfsmenn fyrirtækisins mættu eiga von á fleiri uppsögnum. Sagðist Róbert ekki eiga von á því en ekki væri þó hægt að útiloka það. Aðspurður eftir hverju hefði verið farið þegar mönnum væri sagt upp, t.d. hvort farið væri eftir starfsaldri sagði hann að þarfir fyrirtækisins hefðu verið metnar gaumgæfilega og farið eftir grundvelli þess. Róbert sagðist ekki hafa neinar skýringar á því hvers vegna öll verkefni færu til eins fyrirtækis, en þar átti hann við ÍAV, og sagðis hann sjálfur hafa leitað eftir svörum, bæði hjá Bandaríkjaher og Ráðuneytinu en þar hefði hver vísað á annan. Það verða því 72 starfsmenn Keflavíkurverktaka sem fá uppsagnarbréf í póstinum í dag og þurfa að fara að leita sér að nýrri vinnu.