Mánudagur 26. mars 2001 kl. 09:54
Eldur í íbúðarhúsi

Brunarvarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um að kveiknað væri í íbúðarhúsi í Sandgerði sl. laugardagskvöld og um mikinn eld væri að ræða. Slökkviliðið í Sandgerði fór á staðinn en þá kom í ljós að kveiknað hafði í mat á steikarpönnu og eldurinn var ekki eins mikill og ætlað var í upphafi. Ekki urðu miklar skemmdir vegna elds en töluverður reykur var í íbúðinni. Slökkviliðið reykræsti íbúðina.