Fréttir

Eldur í sorpgámi við Festi í Grindavík
Mánudagur 9. janúar 2006 kl. 09:29

Eldur í sorpgámi við Festi í Grindavík

Á tíunda tímanum í gærkvöldi barst tilkynning að eldur væri laus í ruslagámi við félagsheimilið Festi í Grindavík. Slökkvilið Grindavíkur slökkti eldinn og urðu litlar skemmdir á gámnum. Ekki vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.