Engar súlur að Hafnargötu 50

Athugasemdir eru gerðar við m. a. að húsið standi of framarlega, súlur á 1. hæð séu utan byggingarlínu, húsið sé ekki samsíða Hafnargötu 52 og að húsið skyggi á Hafnargötu 52.
Byggingarreitur Hafnargötu 50 hefur sömu dýpt og er í sömu fjarlægð frá götu og húsið á Hafnargötu 52 og með því að það er frístandandi en ekki byggt fast að Hafnargötu 52 skyggir það síður á það hús en ella. Því er ekki fallist á að húsið standi of framarlega né skyggi á aðliggjandi hús.
Fallist er á athugasemdir varðandi súlur sem standa utan byggingareits og umsækjanda gert að breyta hönnun hússins þannig að súlurnar falli út. Þá skal byggingarlína rétt af miðað við götulínu norðanhúss. Samþykkt að veita byggingarleyfi.
Myndin: Unnið við nýbyggingu Húsaness við Þórustíg í Njarðvík.