Föstudagur 1. nóvember 2002 kl. 16:19
Engin kemur en mikið hringt

Nú þegar heilsugæsla Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er orðin læknalaus hefur engin komið á stöðina en töluvert hefur verið hringt. Ástríður Sigþórsdóttir móttökuritari á heilsugæslunni sagði að töluvert væri um að fólk hringdi því það trúir ekki hvað sé að gerast: „Fólk trúir þessu ekki. Við höfum vísað fólki á læknastöðvarnar í Reykjavík og síðan höfum við bent fólki á að tala við hjúkrunarfræðinga, sem meta svo hvert viðkomandi á að leita. En það hefur nánast engin komið hingað á stöðina,“ sagði Ástríður í samtali við Víkurfréttir.