Þriðjudagur 11. janúar 2005 kl. 17:59
Engin slys á fólki í hörðum árekstri

Harður árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Mávabrautar undir kvöld. Um var að ræða fólksbíl og sendiferðabíl og skemmdist sá síðarnefndi allnokkuð og þurfti að fjarlægja hann með dráttarbíl.
Tveir farþegar voru í fólksbílnum og einn í sendiferðabílnum en allir sluppu án alvarlegra meiðsla.