Fréttir

Engin útköll lögreglu vegna veðurs
Fimmtudagur 16. september 2004 kl. 08:46

Engin útköll lögreglu vegna veðurs

Ekki hafa verið nein útköll hjá lögreglunni í Keflavík vegna veðursins sem nú gengur yfir suðvestan og sunnanvert landið. Mjög hvasst hefur verið víða á svæðinu og hafa m.a. þakplötur fokið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir að vind lægi um hádegisbil.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.