Fréttir

Þriðjudagur 1. ágúst 2000 kl. 17:34

Eyðilögðu fellihýsi

Drukknir menn á tvítugsaldri gerðu það að leik sínum sl. laugardagskvöld að eyðileggja fellihýsi sem stóð í innkeyrslu við íbúðarhús í Grindavík. Mennirnir fóru upp á toppinn á tjaldvagninum og trömpuðu á því. Gripurinn þoldi ekki álagið og skemmdist töluvert. Vitni voru að atburðinum svo að grandalausir eigendur fellihýsisins gátu kært skemmdarvargana, sem fá væntanlega að borga fyrir syndir sínar.