Færri afbrot

Í desember síðastliðnum komu 75 hegningarlagabrot til kasta Lögreglunnar á Suðurnesjum en voru 90 í sama mánuði árið á undan. Í desmber 2006 voru þessi brot 122 þannig að fækkunin er veruleg.
Alls komu 137 umferðarlagabrot til kasta embættisins í desember en voru 222 í sama mánuði árið áður. Fíkniefnabrotum fækkaði úr 26 í 17 á sama tíma.