Fréttir

Fagna bættu aðgengi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 10. mars 2022 kl. 09:46

Fagna bættu aðgengi

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, kynnti hugmynd að uppsetningu á lyftu í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa á fundi öldrunarráðs Reykjanesbæjar á dögunum. Lyftan mun stórbæta aðgengi að sýningum á efri hæðum hússins.

Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu, sagði frá fyrirhuguðum framkvæmdum á anddyri þjónustumiðstöðvarinnar að Nesvöllum sem einnig munu bæta aðgengi þar.

Öldungaráð lýsir yfir ánægju með verkefnin sem munu bæta aðgengi eldri borgara sem og annarra að þessum stofnunum.